Close
Fjarðargata, Hafnarfjörður, Iceland , 200 13-15
558-5858

Mótsstjórn Costablanca Open 2023 skipa þeir Páll Erlingsson golfdómara og Bjarni Sigurðsson mótshaldari og skipuleggjandi ásamt Önnu Björk Birgisdóttir og Hrefnu Óskarsdóttir

Hér neðar verður farið yfir mótafyrirkomulagið á Costablanca Open 2023.

Fyrsta daginn verður haldið sjálfstætt upphitunarmót með Texas Scramble-fyrirkomulagi. Hið eiginlega Costablanca Open-mót kemur síðan í kjölfarið næstu daga og er þá leikið með „Betri bolti-fyrirkomulagi“. Tveir mynda þá lið.

Þar sem um Golfmót Íslendinga á erlendri grundu er að ræða beinum við þeim tilmælum til þátttakenda að gefa upp til forgjafar rétta grunnforgjöf eða þá forgjöf sem skráð er á Golf.is. Venjulega er það svo að til að öðlast forgjöf er gott að skila inn 3 hringjum og láta meta sig. Annars geta leikmenn átt á hættu að fá 0 í forgjöf. Ef einhverjir þátttakendur eru ekki í golfklúbbi á Íslandi þá biðjum við þann hinn sama að hafa samband við mótstjórn svo unnt sé að ákvarða forgjöf.

Fyrirkomulag á upphitunarmóti með Texas Scramble-fyrirkomulagi þann 2. okt á La Serena

1. Hvert lið er skipað tveimur leikmönnum og allir leikmenn slá af teig.
2. Leikmenn í sama liði velja þann bolta sem þeir meta betri og merkja.
3. Sá leikmaður sem á boltann sem ekki var valinn getur tekið bolta sinn og farið að boltanum þeim sem til stendur að slá.
4. Sá bolti sem er valinn skal sleginn fyrst og skal hann ekki hreyfður.
5. Leikmaður sem slær seinni boltann skal ekki leggja bolta sinn fjær en 5 sentímetra frá þeim stað þar sem fyrri boltinn lá.
-Ef hann er í torfæru eða vatni skal droppa bolta í torfæru eða úr vatnstorfæru.
6. Þannig slá leikmenn boltann til skiptis þar til þeir hafa náð inn á flöt eða inn á „green“.
7. Á green-i eða flöt mega leikmenn ráða hvor púttar slær á undan. Bolti má hámark vera púttershaus frá en aldrei nær holu.
8. Leikmenn verða alltaf að merkja bolta á flöt. Og pútta til skiptis þar til boltinn er kominn í holu.
9. Höggafjöldi telst með teighöggi til enda holu. Ef leikmaður púttar og ætlar að klára, en missir skot óviljandi eða af kæruleysi þá telst það skor á holu.
10. Að loknum 18 holum er skorið lagt saman og vinna þeir sem eru með lægsta skorið að frádreginni forgjöf.
11. Almennar golfreglur gilda að öðru leyti í mótinu.
12. Leikmaður má þiggja ráð eða fá aðstoð við leik sínum í Texas Scramble frá sínum meðspilara.
13. Leikmaður má ekki standa í línu eða bakvið púttlínu þegar annar púttar.
14. Í upphafi leiks velja leikmenn hvor leikmaður byrjar að slá og slá því næst til skiptis af teig.
15. Leikmenn skulu ávallt leika drengilega og sýna prúðmennsku við leik.

Fyrirkomulag á 4 daga Costablanca Open , Betri bolti (punktakeppni)

Vegna þess hversu margir þátttakendur eru, en þátttaka í mótinu hefur aukist ár frá ári, verður öllum hópnum, eða öllu heldur öllum golfpörunum, skipt niður í 2 forgjafaflokka – Forgjafaflokkur I og Forgjafaflokkur II. Til að ákvarða í hvorum flokknum golfpörin spila er grunnforgjöf golfarana tveggja lögð saman og deilt í með 2. Sú tala ákvarðar í hvorum flokknum hvert golfpar um sig lendir en skurðarpunkturinn er fyrirfram gefinn að hann verði i kringum meðaltalsgrunnforgjöfina 21-24. Þó áskilur mótstjórn sér rétt til að taka tillit til annarra þátta svo sem samsetningar hópsins, fyrrum CB Open meistara, fjölda og fleiri atriða til að ákvarða nánar skiptinguna svo hóparnir verði svipaðir að stærð.

Í Forgjafarflokki 1 er hámarksforgjöf karla að teknu tilliti til vallarforgafar 24 hjá körlum og kvenna 28.

Í Forgjafarflokki 2 er hámarksforgjöd karla að teknu tilliti til vallarforgjafar 36 hjá körrum og konum sömuleiðis.

1. Tveir leikmenn leika saman í betri bolta og ráða leikmenn hvor slær fyrr.
2. Leikið er með forgjöf. Betri skor leikmanns til punkta ræður.
3. Báðir slá sínum bolta frá teig að holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða.
4. Skráð er á skorkortið skor beggja keppanda. Liðið fær punkta þess leikmanns sem er með fleiri punkta á viðkomandi holu.
5. Leikmenn skulu ávallt leika drengilega og sýna prúðmennsku við leik.

Fh mótshaldara

Páll Arnar Erlingsson – Golfdómari

Bjarni Sigurðsson – Mótshaldari og skipuleggjandi

Leikmenn munu fyrsta daginn fá afhenta vallarvísa frá mótshöldunrum en ættu að kynna sér vel staðarreglur eða spyrja dómara hvaða reglur eru í gildi á þeim velli sem spilaður er.