Close
Fjarðargata, Hafnarfjörður, Iceland , 200 13-15
558-5858

Fyrir þá sem þess óska verður boðið upp á gistingu í íbúðum eða öðrum orlofseignum á svæðinu í gegnum www.sumarhusaspani.is.

En jafnframt verður í tilefni af 15 ára afmælisári Costablanca Open boðið upp á fjögurra stjörnu lúxu hótelgistingu á Campoamor Golf Resort svítuhótelinu. Um er að ræða glæsilegt, lítið og fallegt svítuhótel fyrir neðan hið konunglega klúbbhús á Campoamor golfvellinum. Hótelið er staðsett inni á Campoamor golfsvæðinu en frá hótelinu er um 15-20 min rölt út fyrir golfsvæðið þar sem finna má úrval veitingastaða,bari og aðra þjónustu. Ekki tekur nema rétt um 10 min að keyra niður á Cabo Roig strandlengjuna. Um 15 min akstur í verslunarmiðstöðina Zenia Boulevard

Herbergin á Campoamor svítuhótelinu eru rúmgóð og vel innréttuð einbýli og tvíbýli en í tvíbýlum er bæði unnt að gista í herbergi með 2 stökum rúmum eða hjónarúmi. Unnt að koma fyrir þriðja rúminu fyrir barnið. Í hverju herbergi eru öryggishólf – loftkæling (sem bæði hitar og kælir) – sjónvarp með kapalrásum – frítt Wifi – baðherbergi með sturtur og út frá hverju herbergi eru svalir með útihúsgögnum og góðu útsýni. 

Með gistingu fylgir morgunverður sem er borinn fram í sér veitingasal fyrir golfhópinn. Um er að ræða morgunverðarhlaðborð þar sem lagt er upp úr úrval rétta ásamt ferskleika. Hópurinn hefur og aðgang að útisundlaug hótelsins þar sem eru sólbekkir ásamt aðgangi að tennisvöllum og “Sport Centeri” hótelsins þar sem er líkamsræktarsalur – sauna – heitur pottar ofl.