Close
Fjarðargata, Hafnarfjörður, Iceland , 200 13-15
558-5858

2.okt til 12.okt – Skipulögð 10 daga dagskrá.

Í boðið verður fyrir þátttakendur að lengja í ferðinni umfram skipulagða dagskrá en við eigum einnig flugsæti frátekin 28.09. sem gefur tækifæri á 14 daga ferð.

Alla dagana verður Birgir Leifur PGA golfari og golfkennari með aðgang að sér fyrir einkatíma í kennslu á æfingasvæðum þeirra golfvalla sem spilaðir verða. Einnig verður í boði Golfskóli fyrir þá aðstandendur þátttakenda CB Open 21 sem ekki taka treysta sér til að taka þátt í mótinu sjálfu en vilja nýta tækifærið til að efla sig enn frekar í golfinu undir handleiðslu Birgis Leifs.

 

2.okt laugardagur er komudagur

Miðdegisflug frá Íslandi en flogið með Playair sem notast við nýjar Airbus flugvélar. Tekið á móti hópnum um kvöldið í Alicante og hann ferjaður á gististaðinn Hotel Campoamor Golf Resort eða í leiguíbúðir. Um 45 mínútna akstur er frá flugvellinum og á áfangastað. Einnig verður í boði að útvega golfurum bílaleigubíla á kostakjörum – fyrirspurn á bjarni@costablanca.is eða sandra@costablanca.is

 

Kvöldið verður FRJÁLST KVÖLD og ekki skipulögð dagskrá en venja hefur myndast innan hópsins að á frjálsu kvöldunum myndist grúppur sem fari saman út að borða.

3.okt – sunnudagur – Upphitunar mót – Campoamor Golf.

Eftir staðgóðan morgunverð hefst sjálfstætt upphitunargolfmót með Texas Scramble-fyrirkomulagi á Campoamor golfvellinum en allur hópurinn spilar á vellinum með rástíma frá kl 08;04 til 11;56.

Um kl 19;00  kemur allur hópurinn saman í OPNUNARTEITI í einum af glæsilegum sölum Campoamor hótelsins.  Boðið verður upp á kvöldverð þar sem þemað verður SPÆNSKT og yfir borðhaldi munu mótshaldarar  fara yfir dagskrá næstu daga og allt fyrirkomulag á Costablanca Open 2021. Matur og borðvín/gos innifalið.

4.okt - mánudagur – Fyrsti dagur í Costablanca Open – Vistabella / Roda Golf

Golfarar í Forgjafarflokki 1 munu spila á Roda Golf (fyrsti rástími 08;54) og golfarar í Forgjafarflokk 2 (fyrsti rástími 09;00) munu spila saman á Vistabella

 

Klukkan 19:00 kemur 10 daga hópurinn saman á hinum nýja og glæsilega Bistro & Bar veitingastað SmiÐjan sem er í eigu Íslendinga og er í Lomas de Cabo Roig. Matseðill kvöldins verður “Óvissuferð golfarans” en eftir borðhaldið sameinast 10 daga og 7 daga hópurinn sem kemur til Spánar þetta kvöld í eitt allsherjar Karíókíparty.

Tónlistarmennirnair Jogvan Hansen – Matti Matt – Hreimur og Vignir Snær munu stýra Karíókí kvöldinu af sinni alkunnu snilld.

5.okt - þriðjudagur – FRÍDAGUR

Ekki skipulögð dagskrá en eigum frátekna rástíma á Las Colinas ef golfarar vilja prófa besta golföll Spánar mörg ár í röð.

Kvöldið verður frjálst.

 

Um kl 19;00 eigum eigum við frátekinn veitinga-og kokteilstaðinn MARIA LIMON þar sem borinn verður fram dýrindiskvöldverður ásamt suðrænum og seiðandi kokteilum.

Seinna um kvöldið mun hópurinnn þurfa að skella undir sig betri skóna því hið vinsæla ABBA Tribute band mun stíga á svið á MARIA LIMON og breyta staðnum í mikið dansparty þar sem hinu ódauðlegu ABBA slagarar mun svífa yfir

6.okt – Miðvikudagur – Annar dagur í Costablanca Open - Vistabella / Romero

Golfarar í Forgjafarflokki 2 munu spila á Lo Romero golf (fyrsti rástími 08;40)  og golfarar í Forgjafarflokk 1 (fyrsti rástími 08;00) munu spila saman á Vistabella

Kvöldið verður frjálst.

7.okt - Fimmtudagur – Þriðji dagur í Costablanca Open – Romero / Rodagolf

Golfarar í Forgjafarflokki 2 munu spila á Rodagolf (fyrsti rástími 11;09) og golfarar í Forgjafarflokk 1 munu spila saman á Lo Romero (fyrsti rástími 08;30)

 

Um kl 19;00 verður allur hópurinn ferjaður yfir á steinarsteikarstaðinn Stone Grill þar sem kvöldið verður STEIKARÞEMA. Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði. Yfir borðhaldi er farið yfir stöðuna á mótinu með hópnum. Sætaferðir frá hótelinu (um 5 mínútna akstur).

Eftir steikina verður rífandi dansleikur á Írska barnum StraySod við hliðina á steikarstaðnum með snillingunum í  bandinu “Golfsprellarnir” en það hefur á að skipta Jógvan Hansen – Vigni Snæ – Hreimi og Matta Matt ásamt valinkunnugum og óvæntum leynigestum.

8.okt – Föstudagur – FRÍDAGUR

Ekki skipulögð dagskrá en eigum frátekna rástíma á Las Colinas ef golfarar vilja prófa besta golföll Spánar mörg ár í röð.

9.okt - Laugardagur – Fjórði dagur í Costablanca Open – Campomor & Las Ramblas.

Golfarar í Forgjafarflokki 2 munu spila á Las Ramblas (fyrsti rástími 10;56) og golfarar í Forgjafarflokk 1 munu spila saman á Campoamor (fyrsti rástími kl 10;56)

Kvöldið verður frjálst.

10.okt – Sunnudagur – Fimmti og lokadagur í Costablanca Open – Campoamor og Las Ramblas

Golfarar í Forgjafarflokki 2 munu spila á Campoamor (fyrsti rástími 08;28)  og golfarar í Forgjafarflokk 1 munu spila saman á Las Ramblas (fyrsti rástími 08;45)

Um kvöldið verður sjálft LOKAHÓFIÐ ásamt  verðalaunaafhendingu. Lokahófið hefst kl 19:00 á veitingastaðnum Yaho í Cabo Roig. Sætaferðir frá hótelinu niður í Cabo Roig (um 10 mínútna akstur).

Matur ásamt léttvínsflösku á borð innifalið í pakkaverði.

Eftir verðlaunaafhendingu verður slegið upp DISKO FRISCO partyi þar sem DJ Kristjan mætir með diskókúluna góðu og heldur upp fjöri.

11.okt – Mánudagur – Þynnkudagur og FRÍDAGUR

Þeir eitilhörðu hafa frjálsan golfdag

12.okt – Þriðjudagur – Brottfaradagur.

Brottför frá Alicante um miðjan dag og frá Campoamor hótelinu um kvöldmatarleytið.

 

Góða skemmtun!