Close
Fjarðargata, Hafnarfjörður, Iceland , 200 13-15
558-5858
spons

Framlenging ferðar / Formleg dagskrá

Erum með í boði nokkur flugsæti með Play til og frá Alicante í kringum Costablanca Open 2023 sem fer fram dagana 30.09 til 10.10.23 sem gefur þeim þáttakendum sem vilja lengja í ferðinni annað hvort framan við eða aftan við ofangreindar dagsetningar.
Í ár verður í boði skipulögð 10 daga ferð ( 30.09 til 10.10.23 ) svo og 7 daga ferð ( 03.10 til 10.10.23 ) og munu þeir sem velja 7 daga ferðina missa af hinu sjálfstæða Texas Scramble móti sem fer fram á La Serena vellinum þann 2. okt.
Hið eiginlega Costablanca Open 2023 golfmót sem er liðakeppni með Betri Bolta fyrirkomulagi mun fara fram 04.10 til og með 09.10 eða á meðan 7 daga ferðinni stendur.

Þeir sem velja að lengja í ferðinni stendur til boða að gista á Campoamor hótelinu eða í leigueignum sem þátttakendur geta bókað i gegnum www.sumarhusaspani.is
Allar bókanir í golf á frídögum eru á ábyrgð hvers og eins.
Viljum við þó benda á að þátttakendur geta bókað ódyrara golf í gegnum www.spanargolf.is sem er á vegum GÍS- Golfklúbbs Íslendinga á Spáni- en hann er á vegum Costablanca Open og Spánarheimilis.

ATH. Bóka þarf rástíma á frídögum fyrir 1. september.
Þeir sem gista á Campoamor hótelinu hafa flugvallarakstur innifalinn í verðinu.

30.sept - Laugardagur - Komudagur - 10 daga hópurinn

Miðdegisflug frá Íslandi en flogið er með Playair sem notast við nýjar Airbus flugvélar. Tekið er á móti hópnum um kvöldið á Alicante flugvellinum og hann ferjaður á gististaðinn Hotel Campoamor Golf Resort eða í leiguíbúðir. Um 45 mínútna akstur er frá flugvellinum og á áfangastað. Einnig verður í boði að útvega golfurum bílaleigubíla á kostakjörum – fyrirspurnir sendist á info@costablancaopen.is

Kvöldið er FRJÁLST og ekki skipulögð dagskrá en venja hefur myndast innan hópsins að á fjálsu kvöldunum myndist grúppur sem fari saman út að borða.

1.okt - Sunnudagur - FRJÁLS DAGUR

Dagurinn verður frjáls. Eigum frátekna rástíma fyrir þá sem það vilja á Campoamor eða Roda Golf vellinum en staðfesta þarf þátttöku og greiða vallargjald á okkar afsláttarkjörum með því að bóka rástíma í gegnum info@costablancaopen.is – Verðin verða auglýst síðar.

Um kl. 20.00 kemur allur hópurinn saman í OPNUNARTEITI. á einum af glæsilegum sölum Campoamor hótelsins. Boðið verður upp á kvöldverð þar sem þemað verður SPÆNSKT og yfir borðhaldinu munu mótshaldarar fara yfir dagskrá næstu daga og allt fyrirkomulag á Costablanca Open 2023. Matur og borðvín/gos innifalið.

2. okt. - Mánudagur - Upphitunarmót Texas Scramble á La Serena golfvellinum

Allir þátttakendur taka þátt í Texas Scramble upphitunargolfmótinu á vatnavellinum mikla – La Serena. Golfvallarskutl verður í boði fyrir hótelgesti.

Um kl. 19.00 verður allur hópurinn ferjaður yfir á steinasteikarstaðinn Stone Grill. Matur ásamt léttvínsflösku á borð er innifalinn í pakkaverði. Yfir borðhaldi er farið yfir stöðuna á mótinu.
Sætaferðir frá hótelinu ( um 5 mínútna akstur).

Eftir steikina verður dansleikur á írska barnum StraySod við hliðina á steikarstaðnum með snillingunum í bandinu “Golfsprellarnir” en það hefur á að skipa– Vigni Snæ& Hreimi ásamt valinkunnum og óvæntum leynigestum.

 

3. okt. - Þriðjudagur -FRÍDAGUR - Komudagur 7 daga hópsins

Frídagur frá golfi en allar bókanir í golf þennan frídag eru á eigin ábyrgð. Þátttakendur geta þó bókað ódýrara golf í gegnum www.spanargolf.is sem er á vegum GÍS – Golfklúbbs Íslendinga á Spáni – en hann er á vegum Costablanca Open og Spánarheimilis. Bendum á að bóka þarf fyrir 1. september.

Engin skipulögð dagskrá um kvöldið.

4. okt - Miðvikudagur - Fyrsti dagur í CB Open 23 - Betri Bolti á Las Colinas & Lo Romero

Golfarar í forgjafarflokki 1 munu spila á Lo Romero og golfarar í forgjafarflokki 2 verða á Las Colinas. Golfvallarskutl verður í boði fyrir hótelgesti.

Engin skipulögð kvölddagskrá.

5. okt - Fimmtudagur - Annar dagur í CB Open 2023 - Betri Bolti á Las Colinas & Lo Romero

Golfarar í forgjafarflokki 1 munu spila á Las Colinas og golfarar í forgjafarflokki 2 verða á Lo Romero.

Skipulögð dagskrá um kvöldið þar sem hópurinn fer út að borða saman á NÝJUM og spennandi stað sem hópurinn hefur ekki komið saman á áður. Auglýst síðar og skutl frá hóteli.

6. okt. - Föstudagur - FRÍDAGUR

Frídagur frá golfi en þeir sem vilja geta bókað aukagolf. Minnum á www.spanargolf.is, GÍS – Golfklúbb Íslendinga á Spáni – en hann er á vegum Costablanca Open og Spánarheimilis.
( ATH. bóka þarf fyrir 1. september ef nýta á GÍS afslátt ).

Engin skipulögð kvölddagskrá.

7. okt. - Laugardagur - Þriðji dagur í CB Open 2023 - Betri Bolti á Las Ramblas

Kylfingar í forgjafarflokki 1 og forgjafarflokki 2 munu spila saman á skógarvellinum mikla – Las Ramblas. Golfvallarskutl frá hótelinu.

 

Klukkan 19.00 kemur hópurinn saman á Bistro & Bar veitingastaðnum SmiÐjan sem er í eigu Íslendinga og er í Lomas de Cabo Roig. Matseðill kvöldsins verður ,,Óvissuferð golfarans”

Undir boðrhaldi mun Laddi stíga á svið og eftir borðhald munu Stebbi & Eyfi taka nokkra slagara og starta Karíókíparty sem hefst í kjölfarið. Sætaferðir frá hótelinu ( um 10 mínútna akstur ).

 

 

8 okt. - Sunnudagur - FRÍDAGUR

Frídagur í golfi en sem fyrr geta þeir sem vilja bókað aukagolf. Minnum á að bóka þarf fyrir 1. september ef nýta á GÍS afslátt – www.spanargolf.is

Engin skipulögð kvölddagskrá.

9. okt. - Mánudagur - Lokadagur í Costablanca Open 2024 - Betri Bolti á La Finca

Keppendur í forgjafarflokki 1 og forgjafarflokki 2 munu spila saman á La Finca á lokadeginum.

Um kvöldið verður LOKAHÓF ásamt verðlaunaafhendingu. Lokahófið hefst kl 19:00 á nýjum og endurbættum Yahoo í Cabo Roig en sá staður er hefur yfirleitt hýst lokahóf CB Open undanfarin ár enda frábær staður með einstakri asískri matargerð.  Sætaferðir frá hótelinu niður í Cabo Roig ( um 10 mínútna akstur).

Á lokahófinu mun hinn ástsæli LADDI vera með uppistand undir borðhaldi og skemmta hópnum. Að loknu borðhaldi rýmum við sviðið fyrir hinum einu og sönnu Stebba Hilmars og Eyfa sem munu stíga á svið.

10. okt. - Þriðjudagur - Brottför

Brottför til Alicante flugvallar um kl. 19.00, rútur frá Campoamor hótelinu. Flugið er kl. 22.25 og lent í Keflavík kl. 01.10 að staðartíma.

Góða skemmtun