Close
Fjarðargata, Hafnarfjörður, Iceland , 200 13-15
558-5858
spons

Framlenging ferðar / Formleg dagskrá

Erum með í boði nokkur flugsæti með Play til og frá Alicante í kringum Costablanca Open 2023 sem fer fram dagana 30.09 til 10.10.23 sem gefur þeim þáttakendum sem vilja lengja í ferðinni annað hvort framan við eða aftan við ofangreindar dagsetningar.
Í ár verður í boði skipulögð 10 daga ferð ( 30.09 til 10.10.23 ) svo og 7 daga ferð ( 03.10 til 10.10.23 ) og munu þeir sem velja 7 daga ferðina missa af hinu sjálfstæða Texas Scramble móti sem fer fram á La Serena vellinum þann 2. okt.
Hið eiginlega Costablanca Open 2023 golfmót sem er liðakeppni með Betri Bolta fyrirkomulagi mun fara fram 04.10 til og með 09.10 eða á meðan 7 daga ferðinni stendur.

Þeir sem velja að lengja í ferðinni stendur til boða að gista á Campoamor hótelinu eða í leigueignum sem þátttakendur geta bókað i gegnum www.sumarhusaspani.is
Allar bókanir í golf á frídögum eru á ábyrgð hvers og eins.
Viljum við þó benda á að þátttakendur geta bókað ódyrara golf í gegnum www.spanargolf.is sem er á vegum GÍS- Golfklúbbs Íslendinga á Spáni- en hann er á vegum Costablanca Open og Spánarheimilis.

ATH. Bóka þarf rástíma á frídögum fyrir 1. september.
Þeir sem velja flug á þessum tíma og þátttökupaa 1 þar sem gist er á Campoamor hótelinu hafa flugvallarakstur innifalinn í verðinu.

30.sept - Laugardagur - Komudagur - 10 daga hópurinn

Miðdegisflug frá Íslandi en flogið er með Playair sem notast við nýjar Airbus flugvélar. Tekið er á móti hópnum um kvöldið á Alicante flugvellinum og hann ferjaður á gististaðinn Hotel Campoamor Golf Resort eða í leiguíbúðir. Um 45 mínútna akstur er frá flugvellinum og á áfangastað. Einnig verður í boði að útvega golfurum bílaleigubíla á kostakjörum – fyrirspurnir sendist á asbjorg@spanarheimili.is

Kvöldið er FRJÁLST og ekki skipulögð dagskrá en venja hefur myndast innan hópsins að á fjálsu kvöldunum myndist grúppur sem fari saman út að borða.

1.okt - Sunnudagur - FRJÁLS DAGUR

Dagurinn verður frjáls. Eigum frátekna rástíma fyrir þá sem það vilja á Campoamor eða Roda Golf vellinum en staðfesta þarf þátttöku og greiða vallargjald á okkar afsláttarkjörum með því að bóka rástíma í gegnum asbjorg@spanarheimili.is – Verðin verða auglýst síðar.

Um kl. 20.00 kemur allur hópurinn saman í OPNUNARTEITI. á einum af glæsilegum sölum Campoamor hótelsins. Boðið verður upp á kvöldverð þar sem þemað verður SPÆNSKT og yfir borðhaldinu munu mótshaldarar fara yfir dagskrá næstu daga og allt fyrirkomulag á Costablanca Open 2023. Matur og borðvín/gos innifalið.

2. okt. - Mánudagur - Upphitunarmót Texas Scramble á La Serena golfvellinum

Allir þátttakendur taka þátt í Texas Scramble upphitunargolfmótinu á vatnavellinum mikla – La Serena. Golfvallarskutl verður í boði fyrir hótelgesti.

Klukkan 19.00 kemur hópurinn saman á Bistro & Bar veitingastaðnum SmiÐjan sem er í eigu Íslendinga og er í Lomas de Cabo Roig. Matseðill kvöldsins verður ,,Óvissuferð golfarans” en staðurinn er rómaður fyrir frábærar steikur..
Eftir borðhaldið munu ,,Golfsprellarnir” stjórna Karíókíparty. Sætaferðir frá hótelinu ( um 10 mínútna akstur ).

3. okt. - Þriðjudagur -FRÍDAGUR - Komudagur 7 daga hópsins

Frídagur frá golfi en allar bókanir í golf þennan frídag eru á eigin ábyrgð. Þátttakendur geta þó bókað ódýrara golf í gegnum www.spanargolf.is sem er á vegum GÍS – Golfklúbbs Íslendinga á Spáni – en hann er á vegum Costablanca Open og Spánarheimilis. Bendum á að bóka þarf fyrir 1. september.

Engin skipulögð dagskrá um kvöldið.

4. okt - Miðvikudagur - Fyrsti dagur í CB Open 23 - Betri Bolti á Las Colinas & Lo Romero

Golfarar í forgjafarflokki 1 munu spila á Lo Romero og golfarar í forgjafarflokki 2 verða á Las Colinas. Golfvallarskutl verður í boði fyrir hótelgesti.

Engin skipulögð kvölddagskrá.

5. okt - Fimmtudagur - Annar dagur í CB Open 2023 - Betri Bolti á Las Colinas & Lo Romero

Golfarar í forgjafarflokki 1 munu spila á Las Colinas og golfarar í forgjafarflokki 2 verða á Lo Romero.

Um kl. 19.00 verður allur hópurinn ferjaður yfir á steinasteikarstaðinn Stone Grill. Matur ásamt léttvínsflösku á borð er innifalinn í pakkaverði. Yfir borðhaldi er farið yfir stöðuna á mótinu.
Sætaferðir frá hótelinu ( um 5 mínútna akstur).

Eftir steikina verður dansleikur á írska barnum StraySod við hliðina á steikarstaðnum með snillingunum í bandinu “Golfsprellarnir” en það hefur á að skipa Jógvan Hansen – Vigni Snæ – Matta Matt & Hreimi ásamt valinkunnum og óvæntum leynigestum.

6. okt. - Föstudagur - FRÍDAGUR

Frídagur frá golfi en þeir sem vilja geta bókað aukagolf. Minnum á www.spanargolf.is, GÍS – Golfklúbb Íslendinga á Spáni – en hann er á vegum Costablanca Open og Spánarheimilis.

Engin skipulögð kvölddagskrá. ( ATH. bóka þarf fyrir 1. september ef nýta á GÍS afslátt ).

7. okt. - Laugardagur - Þriðji dagur í CB Open 2023 - Betri Bolti á Las Ramblas

Kylfingar í forgjafarflokki 1 og forgjafarflokki 2 munu spila saman á skógarvellinum mikla – Las Ramblas. Golfvallarskutl frá hótelinu.

Skipulögð dagskrá um kvöldið þar sem hópurinn fer út að borða saman á NÝJUM og spennandi stað sem hópurinn hefur ekki komið saman á áður. Auglýst síðar og skutl frá hóteli.

8 okt. - Sunnudagur - FRÍDAGUR

Frídagur í golfi en sem fyrr geta þeir sem vilja bókað aukagolf. Minnum á að bóka þarf fyrir 1. september ef nýta á GÍS afslátt – www.spanargolf.is

Engin skipulögð kvölddagskrá.

10. okt. - Þriðjudagur - Brottför

Brottför til Alicante flugvallar um kl. 19.00, rútur frá Campoamor hótelinu. Flugið er kl. 22.25 og lent í Keflavík kl. 01.10 að staðartíma.

Góða skemmtun