Close
Fjarðargata, Hafnarfjörður, Iceland , 200 13-15
558-5858

Costablanca Open golfmótið er árleg vorgolfferð Íslendinga til Spánar. Fyrirkomulag og skipulag ferðarinnar hefur mótast af óskum þátttakenda undanfarin 13 ár sem endurspeglast af golfi, golfkennslu, keppni, skemmtun og fjöri ásamt einstakri upplifun. Öllum er frjáls þátttaka eða bæði byrjendum í golfi svo og lengra komnum. Þess má og geta að myndast hefur skemmtileg hefð fyrir því að makar og fjölskyldur golfaranna sem ekki eru í golfi hafa slegist með í för og verið þátttakendur í þessum ferðum og tekið þátt í allri dagskrá á kvöldin með hópnum samfara því að njóta sólarinnar og strandarinnar og annað það sem svæðið hefur upp á að bjóða.

 


Bjarni Sigurðsson eigandi fasteignasölunnar Spánarheimili og ferðaþjónustufyrirtækisins Costablanca er stofnandi og aðalskipuleggjandi Costablanca Open og á hverju ári hefur hann fengið til liðs við sig einvalalið golfkennara, skemmtanastjóra, golfdómara, íslenska tónlistarmenn og skemmtikrafta til að koma að skipulagningur hvers mót.

 

Costablanca Open – Golfmót íslendinga á Spáni – hefur vaxið gífurlega á undanförnum árum  og ljóst að öll tilhögun og skipulag hefur notið mikilla vinsælda enda hér um einstaka ferð að ræða sem allir golfarar verða að fá að upplifa.

 

Palli golfdómari og konan hans Hrefna hafa undanfarin ár staðið ötullega vaktina hvað varðar allt utanumhald varðandi skorkortin og dómgæsluna í mótinu. Þetta árið verður engin undantekning á aðkomu þeirra og mikil tilhlökkun að njóta samveru þeirra.

Anna Björk Birgisdóttir stuðbolti sér til þess að hópurinn skemmtir sér og heldur utan um skemmtidagskránna á meðan á golfmótinu stendur. Það er aldrei lognmolla í kringum Önnu en hún er þekkt fyrir að taka twist á hlutina og láta þátttakendur ná nyjum hæðum í skemmtun og fiflaskap sem skapar góðar minningar.